Shape design element

Magnús Skjöld

Varaþingmaður

Samfylkingarinnar ​í reykjavík norður


ÞIngstörf

Jafnaðarmaður ​og Evrópusinni

Ég hef brunnið fyrir jafnaðarstefnunni frá unga ​aldri og tekið þátt í starfi Samfylkingarinnar frá ​upphafi, setið í framkvæmdastjórn hennar og á ​Alþingi fyrir hennar hönd, fyrst veturinn 1998-​1999 í fyrsta þingflokki Samfylkingarinnar og í ​tvígang sem varaþingmaður 2023.

Ég var formaður Sambands ungra ​jafnaðarmanna árið 1994 og var einn af ​stofnendum vefritsins Kreml.is á fyrstu árum ​þessarar aldar.

Ég hef einnig verið sannfærður Evrópusinni alla ​tíð og á mér þann draum að Ísland taki einn ​góðan veðurdag sinn réttmæta sess meðal ​fullvalda Evrópuþjóða í Evrópusambandinu.

Ég er uppalinn í Kópavogi, hef búið í sex ​löndum í þremur heimsálfum og í Borgarfirði í 8 ​ár. Ég á fjögur börn og tvö barnabörn og bý nú ​um stundir í gamla Vesturbænum í Reykjavík.

Í kappræðum við unga Sjálfstæðismenn á Hótel Borg 1987

Í ræðustól Alþingis 2023

Við kynningu á framboðslista Samfylkingarinnar í Rvík norður 2021

Önnur störf

Ég er doktor í stjórnmálafræði og dósent við Háskólann á Bifröst, þar sem ég hef jafnframt starfað sem rektor og deildarforseti. Ég hef að auki starfað sem forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og sem stefnumótunarráðgjafi hjá Capacent og Expectus.


Árið 2018 fékk ég tækifæri til að starfa í Kabúl, Afganistan, sem pólitískur ráðgjafi borgaralegs sendifulltrúa NATO í landinu í gegnum íslensku friðargæsluna.


Ég hef verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum með hléum frá 2009 og er nú í viðbragðsteymi höfuðborgarsvæðisins. Einnig hef ég setið í hinum ýmsu stjórnum, td. verið formaður aðalstjórnar Breiðabliks í Kópavogi og setið í stjórn landsnefndar UN Women.

Í Kabul 2018

Helstu mál

Alþjóðamál og Evrópumál eru mér hugleikin og held ​ég utan um alþjóðamálastarf Samfylkingarinnar nú ​og fram að næstu kosningum í umboði flokksstjórnar.


Einnig held ég úti vefritinu og hlaðvarpinu Hriflan, ​sem fjallar sérstaklega um alþjóða- og öryggismál.


Ég hef einnig beitt mér í öðrum málum, sérstaklega ​hvað varðar jafnréttismál og menntun- og vísindi og ​árið 2023 lagði ég fram fjórar fyrirspurnir til ráðherra. ​Þrjár sem snerta konur í fangelsum og eina sem ​snertir umsókn Íslands um aðild að ESA, ​geimvísindastofnun Evrópu.


Ég hef gefið út tvær bækur, Borgríkið (2020), um ​Reykjavík, sögu hennar, stjórnmál og menningu og ​How I Became the Yoga Teacher in Kabul (2023) ​sem er meira mín persónulega ferðasaga.

Á flokksstjórnarfundi 2018

Hafðu samband

Sími: 8988664